Camy og rómantík

09:45

499kr.

Lýsing

Camy segir rómantík vera það að vera séður af makanum – en þekkirðu ástartungumálið þitt? En makans? Ef ekki – hvernig ætlarðu þá að rækta rómantíkina?!

Ef þú veist ekkert hvað ástartungumálið er – kíktu þá á það fyrst!

Svona, skottastu þangað fyrst.

Camy deilir hér með okkur ástartungumálinu sínu og hversu mikilvægt það er fyrir henni og því sambandi sem hún er í, til að þiggja ást og veita ást.

En mig grunaði aldrei að þetta væri ástartungumálið hennar?!

Þetta er held ég mjög algengt ástartungumál og virkilega misskilið og vanmetið!