Kynlífsleysi

11:22

999kr.

Lýsing

„Við gerum það aldrei!“

En bíddu, fróar þú þér ekki?

Geriði þið það kannski… sjaldan?

Eða er kannski langt síðan þið gerðuð það?

Og ertu bara að tala um að „gera það“? Ef það var ekki innsetning – var það þá ekki kynlíf?

Velkomin í heim kynlífsleysis! Þetta er einn stór orðaleikur. Kynlífsleysi og kynlífsleysi er nefnilega alls ekki það sama. Sumt fólk talar um kynlífsleysi þegar það í raun meinar sjaldan og jafnvel meinar bara að maki eigi ekki frumkvæði að kynlífi. Eða það vilji meira kynlíf eða öðruvísi kynlíf. Þegar fólk segir kynlífsleysi þá veit ég að við erum að krafsa í yfirborðið og það þarf að kafa dýpra. Þess vegna þurfum við aðeins að flétta í sundur hvað við erum að tala um svo við séum öll með sama skilninginn á hvað sé kynlífsleysi.

Og þið hafið öll heyrt þetta þúsund sinnum – alhæfingar eins og aldrei og alltaf er ekki gott í samtali við maka. Skýrara tal, skilar skýrara samtali!

Þér gæti einnig líkað við…