Pararáðgjöf hjá Kristínu Tómasdóttur

48:12

1.699kr.

Flokkur: Merkimiðar: ,

Lýsing

og skilnaðarráðgjöf!

„Sum pör koma bara í pakkann, koma nokkuð þétt í kannski fimm skipti og hafa þá eitthvað til að vinna með. Önnur pör vilja bara vera einu sinni í mánuði í svona aðhaldi. Þetta er svona pínu eins og einkaþjálfun.“

Kristín Tómasdóttir er hjónabandsráðgjafi sem tekur bæði að sér fyrirbyggjandi parameðferð áður en þú velur þér maka, en einnig skilnaðarráðgjöf.

Það er nefnilega bæði kúnst að halda sér saman, en einnig að fara í sundur! Kristín segir fólk nokkuð fljótt að finna í hvað stefni og sé ráðgjöfin því tekin nokkuð þéttum tökum. Sérstaklega ef um er að ræða par sem er undir álagi, líkt og fylgir barneignum en mörg pör skilja á fyrsta æviári barns, fyrsta barns, því sum sambönd standa ekki nógu sterk til að taka á álaginu sem getur fylgt þessu fyrsta ári og breyttu hlutverki.

„Skilnuðum fylgir oft mikill léttir. Við erum með miklar ranghugmyndir um skilnaði og hvernig fólk skilur.“

Kristín fær einnig til sín einstaklinga í makaleit og aðstoðar þá fólk við að læra inn á sig og byggja sig upp fyrir framtíðarmaka.

„Helsti vandi flestra sem koma hingað er að þeir velja sér vitlausan maka. Einhvern sem bara passar þeim ekki. Við leggjum rosalega vinnu í að velja okkur hund, en svo förum við bara í sleik á skemmtistað og þá er það bara komið.“

Auðvitað, ef við erum alveg heiðarleg, þá mætti fólk að skoða makavalið sitt betur, finnst þér það ekki?

Það drjúpa gullmolarnir af vörum Kristínar og ég lærði heilan helling hérna!

Ef þú ert í ástarsambandi þá er þetta spjall fyrir þig!

En vá hvað ég var lengi að melta þetta samtal!

Svo margir punktar og margt til að skoða og hugsa um. Og mögulega skoðarðu samböndin í kringum þig, og jafnvel þitt eigið, öðruvísi eftir að hlusta á þetta. Af hverju vöndum við okkur ekki meira þegar kemur að ástinni? Af hverju ætlum við bara að redda þegar allt er komið í rugl?

En auðvitað er skilnaðarráðgjöf merkilegt fyrirbæri því ekki er öllum samböndum ætlað að endast og einn prófsteinn sem Kristín bendir á er fjarlægðin, að skapa fjarlægð. Ef það kveikir ekki ástríðuna, hvað segir það okkur þá um sambandið?

Er alltaf hægt að kveikja ástríðuna? Kristín segir að það þurfi að skoða hvort parið hafi verið ástríðuríkt eða ekki ef það á að vera keyra upp ástríðuna.

Ég hef hlustað á þetta viðtal nokkrum sinnum og alltaf læri ég eitthvað nýtt!