S&S: Af hverju erum við hætt að sofa saman?

06:17

699kr.

Lýsing

Gömul saga og ný – af hverju minnkar kynlífstíðni þegar líða tekur á sambandið?

Spurt er:

Þegar ég kynntist kærastanum mínum fyrir um þremur árum vorum við fyrstu mánuðina eins og samloka með skinku og osti. Stunduðum kynlíf nánast daglega og vorum alltaf saman. Eftir fjóra mánuði fórum við að búa saman og þá fannst mér við fjarlægjast mjög mikið. Núna er þetta þannig að við sofum varla saman. Ef ég reyni eitthvað ýtir hann mér í burtu og er aldrei til í neitt. Segist vera þreyttur. Það er ekki nema kannski þegar hann er búinn að drekka óhóflega með vinum sínum þá virðist hann vera til í tuskið. Hvað er hægt að gera við samband eins og þetta? Er þetta dauðadæmt? Á ég að hætta með honum? Ertu með einhver ráð til að bjarga þessu hjá okkur?

Hvernig myndir þú ráðleggja þeim?