Af hverju held ég framhjá?

11:11

1.699kr.

Description

Spurning vikunnar er ekki af ódýrari kantinum heldur snýr hún að framhjáhaldi og er það eitthvað sem ansi margir þekkja, því miður.

En spyrilinn okkar vill ekki halda framhjá, en svona, „lendir í því“, eiginlega alveg óvart – sástu ekki örugglega fyrirlesturinn minn um framhjáhald? Og svo þegar ég og Áslaug kynfræðingur ræddum það í þaula?

En snúum okkur að spurningunni!

Spurt er:

Hæ Sigga Dögg,

Mig vantar svo hjálp eða kannski bara ískalda speglun og held að þú sért besti kosturinn “by a mile”.

Málið er að ég er giftur maður til +20 ára sem hefur of oft ráfað af einkvænisveginum. Mig langar það ekki en geri það samt.

Það er eflaust sérstakt að ég segi í sömu andrá að ég elski konuna mína og ég sjái lífið alls ekki fyrir mér með neinni annarri en ég ræð samt ekki við mig.  Ef ég sé tækifæri þá gríp ég það…. og líður svo alltaf ömurlega á eftir.

Sumar ástæður fyrir þessu eru eflaust sálræns eðlis en mig langaði að varpa einni spurningu á þig þessu tengdu sem er þá frá sjónarhorni kynlífsins.

Sko… það er ömurlega sjálfbirgingslegt að segja það… en ég þyki góður í rúminu. Ég hef lesið mér mikið til, legg mikið upp úr því að konan njóti sín og elska fátt meira en að veita fullnægingar…. helst með tungu og munni.  Elska það eiginlega meira en að fá það sjálfur.  En málið er að ég hef aldrei getað fullnægt konunni.  Hún sér um það sjálf þegar við sofum saman (bara ein ákveðin aðferð sem virkar). Ég finn að þetta beyglar egóið mitt mikið þó að það ætti auðvitað að vera aukaatriði hvernig hún fær það á meðan aðalatriðið sé að hún fái fullnægingu.

En spurningin mín til þín er þá kannski hvort að þú þekkir einhverja leið fyrir mig að sjá þetta öðrum augum en ég geri í dag eða hvort þú getir kannski bent mér á eitthvað lesefni sem gæti hjálpað mér? Ég þarf svo að finna ánægjuna sem ég fæ af því að veita fullnægingu heima hjá mér.  Hjálp!

 

Ó já – hér er ansi margt sem þarf að ræða & kryfja!